Gæludýr

Gæludýrastofan

 

helgar

Móttaka fyrir gæludýr er í Kaupangi við Mýrarveg.  Þar erum við með góða skoðunaraðstöðu og aðstöðu til að greina og meðhöndla sjúkdóma s.s. blóðgreiningu, ómskoðun, röntgenmyndatöku og lasermeðhöndlun.

 

Tímapantanir eru nauðsynlegar, nema ef um neyðartilvik er að ræða. Fyrir aðgerðir er gott að bóka tímanlega, oft þarf undirbúnig og dýrið hugsanlega að vera fastandi.

Með því að láta fylgjast reglulega með heilbrigði dýranna sinna er oft hægt að fyrirbygga og greina sjúkdóma fyrr en ella, árleg heilbrigðisskoðun þar sem athyglinni er m.a. beint að holdafari, tannheilbrigði, feld, sníkjudýrameðhöndlun og nauðsynlegum bólusetningum er góð regla.  

 

Á gæludýrastofunni okkar er einnig lítil verslun með  fóður og ýmsar gæludýravörur, starfsfólkið hjá okkur getur aðstoðað með val á fóðri, leikkföngum o.fl..

 

 

 


Bólusetningar 

Vigt

Hundar

Ráðlagt er að bólusetja hunda við smáveirusótt og smitandi lifrarbólgu sem eru alvarlegir veirusjúkdómar sem hafa komið upp hérlendis.  Parvoveiran veldur smáveirusótt sem er einn af alvarlegustu smitsjúkdómunum í hundum hér á landi.  Hún er bráðsmitandi og veldur hastarlegum uppköstum og oft blóðugum niðurgangi, smitandi lifrarbólga getur valdið margvíslegum einkennum m.a. einkennum frá meltingarvegi en sem betur fer eru veikindin sjaldnast það alvarleg að þau dragi hundinn til dauða. 

Ráðlagt er að grunnbólusetja hvolpa við 6-8 vikna aldur og síðan  með 3-4 vikna millibili fram til 16 vikna, síðan er bólusett við 1 árs aldur og eftir það á 2-3 ára fresti.

 

 

Kettir

Alvarlegasti smitsjúkdómurinn í köttum hér á landi er kattafár, en það er bráðsmitandi og sérlega hættulegt kettlingum og ungum köttum. Veiran smitast m.a. með sýktum saur og veldur alvarlegum uppköstum og niðurgangi. Veiran getur borist í kettlingafóstur gegnum fylgjuna og valdið fósturláti.  Einnig er bólusett við kattaflensu og kattakvefi sem valda, sjúkdómseinkennum frá augum og efri öndunarvegi en kettir geta líka fengið sár í munnhol.  Ráðlagt er að bólusetja kettlinga við 8 vikna aldur, aftur 3-4 vikum síðar og síðan á 2-3 ára fresti.


Almennt gildir um bólusetningar að dýrin geta orðið dálítið eftir sig í 1-2 daga og bólguhnúður getur myndast á stungustaðnum.  Ráðlegt er að hafa samband viið dýralækni ef einhverjar spurningar vakna.  

 


Ófrjósemisaðgerðir

Tíkur fara jafnan á lóðarí tvisvar á ári sem stendur  yfirleitt í u.þ.b. 3 vikur.   Ef ekki á að leyfa tíkinni að eignast hvolpa er hægt að taka hana úr sambandi.  Aðgerðina má gera jafnvel áður en tíkin lóðar í fyrsta sinn við 7-8 mánaða aldur, eða tveimur mánuðum eftir lóðarí.

Ófrjósemisaðgerð á læðum er oft gerð við 5-7 mánaða aldur til að koma í veg fyrir breim og óæskileg got.

Panta þarf tíma fyrir ófrjósemisaðgerð,  æskilegt er að dýrin séu fastandi frá miðnætti kvöldið áður (mega drekka vatn), aðgerðin er oft gerð fyrripart dags og svo fara dýrin heim seinni partinn. Tíkur þurfa að vera með kraga eða vera í strokk (búning) í 10 daga eftir aðgerðina eða þar til saumar eru teknir og mikilvægt að hreyfa þær í taum á meðan að sárið er að gróa.


Ormahreinsun

Algengustu ormar hérlendis eru spóluormar og bandormar. Egg þessara orma skiljast út með saur dýra og geta önnur dýr smitast af því að komast í snertingu við hann.  Einnig geta dýr smitast í gegnum millihýsla s.s mýs, fugla, skordýr og ánamaðka. Dæmigert einkenni ormasýkingar er hósti vegna sýkingar sem borist hefur gegnum vefi í lifur og þaðan til lungna.  Hjá heilbrigðum hundum liggja ormarnir oftast í dvala, en geta farið af stað ef dýrið lendir í aðstæðum þar sem álag er meira en venjulega svo sem við meðgöngu eða í veikindum.  Hvolpar og kettlingar geta fæðst sýktir af ormum eða smit borist í þá í gegnum móðurmjólkina.

Regluleg ormahreinsum er mikilvæg fyrir heilbrigði dýra en verndar einnig önnur dýr, börn og fullorðna gegn smiti.  Ábyrgir dýraeigendur ormahreinsa dýr sín a.m.k 1-2 á ári. Meðhöndlun gegn spóluormun: Hvolpa er best að meðhöndla 2-3 vikna, 5-6 vikna, og gjarnan aftur u.þ.b. 12 vikna. Tíkur er best að meðhöndla fyrir pörum, fyrir got, og síðan um leið og hvolpana. Fullorðnir hundar eru meðhöndlaðir 1-2 sinnum á ári.  Samkvæmt lögum um varnir gegn sullaveiki, skal bandormahreinsa alla hunda eldri en 6 mánaða árlega.