Tilboð út september

Að sjálfsögðu er Belcando, Leonardo og Royal Canin gæludýrafóðrið á sínum stað, en einnig erum við með nokkrar nýjar tegundir af blautfóðri fyrir gæludýr á boðstólum.

Fyrir hesta eru Protexin góðgerla vörur á tilboði en þær er gott að eiga til að gefa hrossum í tengslum við flutninga og þegar verið er að breyta fóðrun eins og þegar tekið er á hús.

Einnig erum við með úrval af vörum fyrir mjólkurkýr og kálfa, orkudrykk til að gefa eftir burð, kalk til inngjafar og vökva til að fyrirbyggja súrdoða hjá kúm og svo ýmis fæðubótarefni til að fyrirbyggja og meðhöndla skitu hjá smákálfum. Verið velkomin