Takk fyrir okkur!

Við hjá Dyrey erum sammála um að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel.

Dregið var í happdrætti sem var í gangi í dag og fengu nokkrir heppnir viðskiptavinir flott verðlaun, Biogroom shampó og hundabæli frá Dýrheimum og blautfóður.

Það verður áfram 10-30% afslátt á vörum út mánuðinn, alls konar vörur eru á tilboði m.a. gæludýrafóður, vörur fyrir mjólkurkýr og kálfa frá KB og einnig góðgerlar fyrir hesta, endurskinsmerki,  shampó fyrir tagl og fax og ýmislegt fleira.