Hundar Nútímans

Maríanna Lind Garðarsdóttir
Maríanna Lind Garðarsdóttir

Þjálfun er mikilvæg í lífi hundsins og virkar bæði  sem  andleg örvun sem hjálpar að halda hundinum ánægðum og tryggir að þú og hundurinn þinn geta lifað í sátt og samlyndi við menn og umhverfi. Auk þess getur þjálfun besta vinarins verið mjög skemmtileg!

Maríanna Lind útskrifaðist sem NoseWork þjálfari og dómari árið 2017 og hefur verið með NoseWork námskeið fyrir hunda og eigendur þeirra við góðar undirtektir.  Hún hóf nám  árið 2016 í Bretlandi í IPACS (International programme for applied canine studies) og útskrifaðist  sem hundaþjálfari og atferlis ráðgjafi þaðan fyrr á þessu ári. Maríanna er með facebooksíðuna @hundarnutimans.