Gæludýr - Undirbúningur fyrir áramót
Lyktarhormónarnir Adaptil og Feliway ásamt ilmkjarnaolíu Pet Remedy minnka streitu og auka vellíðan hjá dýrum
Það getur tekið allt að 10 dögum fyrir Adaptil og Feliway að byrja að virka og er þess vegna gott að vera búin að fá góða virkni fyrir áramótin.
Adaptil er eftirlíking af lyktarhormónum sem tík gefur frá sér þegar hún er með hvolpa og framkallar vellíðan og öryggi fyrir hunda á öllum aldri. Þetta hjálpar hundum og hvolpum að líða betur og vera rólegri i erfiðum aðstæðum (t.d. við flugeldahræðslu)
Feliway er vara sem líkir eftir efni sem kettir gefa frá sér í gegnum kirtla í andliti þeirra þegar þeir eru rólegir og líður vel. Lyktarhormónarnir virka á heila kattarins til að hjálpa þeim að minnka stress og slaka á. Þessir lyktarhormónar eru lyktarlausir og hafa bara áhrif á kisur, ekki hunda, önnnur dýr né fólk.
Einnig erum við með Pet Remedy sem er blanda af ilmkjarnaolíum sem er byggð á valeríu og virkar til að róa taugar, kvíða og stressuð gæludýr. Pet Remedy er ekki lyktarlaus og hefur áhrif á flest önnur dýr á heimilinu.